top of page
Ársreikningur 2022
Jólablaðið 2023

Jólablaðið er komið úr prentun og í dreifingu á öll heimili í Hveragerði. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni og myndum úr starfinu. Árið hefur verið viðburðaríkt og það má með sanni segja að bæjarfulltrúar hafi unnið að fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi verkefnum síðasta árið. 
Við viljum nýta tækifærið og þakka styrktaraðilum blaðsins kærlega fyrir stuðninginn og einnig öllum þeim sem komu að útgáfu blaðsins. Ekki síður viljum við þakka ykkur Hvergerðingum fyrir stuðninginn og komuna á þá viðburði sem við höfum haldið á árinu, það er okkar leið til að miðla upplýsingum til ykkar og heyra ykkar skoðanir.
Okkar Hveragerði óskar íbúum Hveragerðisbæjar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlökkum til áframhaldandi samstarfs og samtal

Jólablaðið 2022 er komið út

Jólablað Ykkar Hveragerðis er á leið í hús til allra íbúa í Hveragerði. Því miður hefur veður og færð tafið útburð en þau sem ekki enn hafa fengið blaðið eiga von á því á næstu dögum. Blaðið er stútfullt af efni og hægt er að lesa það með því að smella á myndina hér að ofan. 

D582B97E-ED32-4E3F-A05E-87611089CE7C.jpeg
7B9A8101-3A88-49C3-BD26-49A92813D2AC.jpeg
IMG_9251.JPG
IMG_9250.JPG
IMG_9249.JPG
IMG_9248.JPG
xo_hveragerdi_flyer_vefur2.jpg
Fjölmenni á Street Ball móti 

Það var góð stemning á Street Ball mótinu okkar á laugardaginn.

11 lið tóku þátt í tveimur aldursflokkum og fjölmörg verðlaun voru veitt.

Eftir mótið gæddu keppendur og áhorfendur sér á gómsætum pizzum frá Hofland. 

Takk fyrir þátttökuna.

Opnun kosningaskrifstofu á Hótel Örk 
278755569_1902553769940955_1189595997847074145_n.jpg
IMG_8887.HEIC
IMG_8913.jpg
IMG_8901.PNG
IMG_8902.PNG
IMG_8900.PNG
untitled-35.jpg
Sandra leiðir lista Okkar Hveragerðis 

Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti lista framboðsins Okkar Hveragerðis sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Framboðslisti var kynntur á fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær.

Í tilkynningu segir að Okkar Hveragerði sé óháð bæjarmálafélag skipað íbúum sem hafi áhuga á bæjarmálum í Hveragerði og beri velferð íbúa fyrir brjósti.

„Árið 2018 hlaut Okkar Hveragerði 33% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu.

Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi, sagnfræðingur og aðstoðarþjóðskjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona skipar þriðja sæti listans, í fjórða sæti er Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarbæjarfulltrúi og Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður, í fimmta sæti.

Okkar Hveragerði leggur áherslu á aukið gagnsæi í ákvarðanatöku bæjarins, vandaða stjórnsýslu, öflugt atvinnulíf, meira rými fyrir íbúalýðræði, styrkja stöðu minnihluta- og jaðarsettra hópa, uppbyggingu húsnæðis, efla gott íþróttastarf sem allir aldurshópar geta haft greiðan aðgang að óháð stéttastöðu, ríka áherslu á skóla- og velferðarmál og að bæjarstjóri verði ráðinn á faglegum forsendum,“ segir í tilkynningunni.

Listann skipa:

  1. Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona

  2. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi

  3. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona

  4. Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarfulltrúi

  5. Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður

  6. Sigríður Hauksdóttir, ráðgjafi í félagsþjónustu

  7. Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi

  8. Valgerður Rut Jakobsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

  9. Eygló Huld Jóhannesdóttir, deildarstjóri í heimaþjónustu og sjúkraliði

  10. Eydís Valgerður Valgarðsdóttir, nemi

  11. Páll Kjartan Eiríksson, öryrki

  12. Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur

  13. Kristján Björnsson, húsasmíðameistari

  14. Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur

untitled-102_edited.jpg

Samkvæmt 6. tölul. reglna Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga skulu stjórnmálasamtök sem hljóta styrk frá bænum birta ársreikning sinn á opinberum vettvangi. 

Á vef Ríkisendurskoðunar er hægt að skoða alla ársreikninga Okkar Hveragerðis:

Ársreikningur 2018
Ársreikningur 2019
​Ársreikningur 2020

Vilt þú styrkja bæjarmálafélagið ? 

Ef þú vilt leggja bæjarmálafélaginu lið getur þú lagt inn frjálst framlag inn á reikning Okkar Hveragerði. Reikningsnúmer: 0314 - 26 - 670418 Kennitala:kt.6704181460 

bottom of page